



Sjálfbærni
-
Skeljungur fylgir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og hefur valið fjögur markmið sem sérstök áhersla er lögð á.
Það eru:
Nr. 7 Sjálfbær orka
Nr. 13 Aðgerðir í loftlagsmálum
Nr. 14 Líf í vatni
Nr. 15 Líf á landi.Þá fylgir félagið einnig UFS leiðbeiningum Nasdaq.
Með sjálfbærri þróun er leitast við að verðmætasköpun nútímans sé hagkvæm fyrir alla haghafa og skerði ekki möguleika komandi kynslóða á að skapa aukin lífsgæði. Sjálfbærni krefst þess að við leggjum áherslu á að verðmætasköpun sé í sátt við samfélagið sem jörðina byggir, því þarf að hugsa til langs tíma þannig að sú þróun sem nútíminn skilar af sér fái tækifæri til að haldið áfram að vaxa og dafna í komandi framtíð.Skeljungur einsetur sér að vera í hóp þeirra fyrirtækja sem skara fram úr þegar litið er til sjálfbærni, þetta ætlum við að gera með því að skapa umhverfi þar sem staða félagsins í málaflokkum sjálfbærni er metin og þekkt þannig að hægt sé að setja mælanleg markmið sem stuðla að stöðugum umbótum í átt að aukinni sjálfbærni. Mikilvægt er að skoða ekki eingöngu það sem vel er gert heldur líka að horfa til þeirra þátta þar sem hægt er að gera betur.
Framkvæmdastjóri Skeljungs skipar sjálfbærni teymi sem hefur það hlutverk að rýna mælingar, meta árangur og gera tillögur að markmiðum sem stuðla að úrbótum í þessum málaflokki. Teymið ber einnig ábyrgð á að kynna samþykkta aðgerðaráætlun, niðurstöður mælinga og framtíðarsýn fyrir starfsmönnum félagsins og þannig tryggja að allir séu meðvitaðir um framtíðarsýn Skeljungs.
Skeljungur birtir árlega sjálfbærni uppgjör og skýrslu sem hluta af ársskýrslu sinni.


Jafnlaunavottun
Festa

Nasdaq

ISO 9001:2015
