Um Skeljung

Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við samfélagið og umhverfi sitt. Starfsemi Skeljungs er á sviði sölu og þjónustu við fyrirtæki tengt fjölorku. Fyrirtækið sér um dreifingu, innkaup og heildsölu á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja og bænda. Þjónusta og sala til stórnotenda, til útgerða, í flug og verktöku er einnig hluti af starfseminni. Skeljungur IS er enn fremur umboðsaðili Shell á Íslandi auk þess að fara með eignarhald í Barki, EAK og Fjölveri.

 

Gildi Skeljungs eru:

Áreiðanleiki
Stöðugleiki er í þjónustu okkar og við ávinnum okkur traust með heiðarleika og gæðum. Höfuðáhersla er lögð á öryggi fólks og umhverfis.

Skilvirkni
Hagsýni einkennir alla okkar starfsemi. Stöðugt er unnið að umbótum til virðisaukningar fyrir alla okkar hagaðila.

Atorka
Atorka og framtakssemi drífa okkur áfram og við erum óhrædd við að prófa nýja hluti. Við leggjum okkur fram um að tryggja forystu Skeljungs.

Dótturfélög Skeljungs eru Tollvörugeymsla Skeljungs ehfBarkur og Íslenska vetnisfélagið ehf. Þau starfa öll samkvæmt stefnum og reglum Skeljungs.

 

Framkvæmdastjóri Skeljungs er Þórður Guðjónsson.