Bætiefni fyrir E10 bensín 250ML

Vörunúmer: 80199201

magn: 6 STK

listaverð með VSK:

15.924 kr.
Netverslun: Uppselt
Verslun Skútuvogi: Til á lager

  • Einingastærð

Upplýsingar

Bensínbætiefni til að nota í E10 eldsneyti. Þróað til að vernda eldsneytiskerfi bensínknúinna mótora gegn leðjumyndun, útfellingum, ryðmyndun og tæringu í öllu eldsneytiskerfinu. Við geymslu eða hreyfingarlausa stöðu ökutækja endist óvarið bensín yfirleitt ekki lengur en 3 mánuði, en þá fer oktantala eldsneytis að breytast og það verður ekki eins eldfimt. Bensín sem inniheldur etanól (E10) er sérlega viðkvæmt fyrir því að taka í sig raka úr andrúmsloftinu og mynda gúmmíkennda leðju eða fastar útfellingar og tæringu sem valdið geta vandræðum í eldsnytiskerfinu að stöðu lokinni. Efnið er hannað til að nota sem vörn fyrir stöðu eða geymslutíma, en má einnig nota að staðaldri, en mælt er með notkun að staðaldri fyrir eldri ökutæki sem ekki er ekið nema af og til, eins og til dæmis á lítið notaða fornbíla eða önnur ökutæki sem eiga til að standa án notkunar um tíma.

Henntar einnig til nota á marga annarskonar mótora en í ökutækjum.

 

 

Eiginleikar

  • Magn: 250 ml
  • Blöndun: fyrir 35-60 lítra

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK