Vænni tjöruhreinsir - 1L
Upplýsingar
Vænni er kröftugur tjöruhreinsir fyrir yfirborð bíla, vinnuvéla og annarra ökutækja, auk þess sem hægt er að nota hann til að þrífa tjöru og önnur erfiðóhreinindi af slitsterku yfirborði eins og á kerrum og öðrum tengivögnum.
Vænni tjöruhreinsir inniheldur hvorki terpentínu né önnur rokgjörn lífræn leysiefni og er þvívænni við öndunarfæri en mörg önnur efni til sambærilegra nota.
Vænni inniheldur umhverfis- og heilsuvæn efnasambönd framleidd hérlendis úr innlendum hráefnum.
NOTKUN:
- Úðið efninu á blautt eða þurrt yfirborð og leyfið því að virka í a.m.k. 5mínútur. Passið þó að efnið þorni ekki.
- Ef um mikil óhreinindi er að ræða er gott að nudda erfiða bletti meðklút eða mjúkum bursta á meðan efnið er að virka.
- Skolið vel af með vatni.
Betra er að þvo af laus óhreinindi fyrir tjöruþvott til að tryggja hámarks
virkni efnisins.
Tjöruhreinsirinn, sem hlotið hefur Svansvottun, er framleiddur af sprotafyrirtækinu Gefn fyrir Skeljung. Hann er framleiddur með einstakri tækni Gefnar sem umbreytir úrgangi og útblæstri í umhverfisvænni efnavöru. Framleiðslan er innlend og úr innlendum úrgangshráefnum sem heldur kolefnisfótspori vörunnar í lágmarki og eru umbúðirnar úrendurvinnanlegu plasti. Tjöruhreinsirinn er öflugt hreinsefni sem hentar öllum slitsterkum yfirborðum svo sem farartækjum og annan búnað í iðnaði.
Eiginleikar
Fylgiskjöl
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.